Jarðaber fyrir ungbörn

02.11.2006
Það er eins og mig minni að hafa heyrt einhvern tímann að maður ætti að gefa börnum jarðarber fyrsta árið, er það vitleysa í mér?  Er með krukkumat uppí skáp sem inniheldur perur og jarðarber, en hef ekki  þorað að gefa barninu mínu af ótta við að það komi fram einhver ofnæmisviðbrögð.

Með kveðju. ;)
 
Komdu sæl.
 
Jarðaber eru þekktur ofnæmisvaldur eins og fiskur og hnetur, þannig að ef ofnæmi er í fjölskyldunni ætti ekki að gefa barni jarðaber fyrsta árið.  Ef ekkert ofnæmi er í fjölskyldu er í lagi að byrja að gefa jarðaber um 9-10 mánaða aldur. 
 
Bestu kveðjur.
 
Rannveig B. Ragnarsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.
02.11.2006.