Keiluskurður og barneignir

16.12.2006
Góðan dag
Ég missti fóstur fyrir 2 vikum síðan svo kom í ljós í útskafinum að ég er með frumubreytingar. Ég þarf væntanlega að fara í keilusurð. En það sem mig langar að vita er hvenær get ég farið reyna aftur að verða ólett? Ég las einhvers staðar hér á netinu að  væri þrem mánuðum eftir aðgerðina. Er það satt?
 
Komdu sæl.
 
Já það er ráðlagt að láta líða þrjá mánuði til að gefa líkamanum tíma til að jafna sig.  Auðvitað fer þetta líka svolítið eftir því hversu mikið þarf að taka af leghálsinum.  Best er fyrir þig að ræða þetta við lækninn þinn þegar þú ert búin að fara í keiluskurðinn því þá getur hann sagt þér hversu mikið þurfti að taka.
 
Bestu kveðjur.
 
Rannveig B. Ragnarsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir. 
15.12.2006.