Kranavatn í grauta

27.05.2010

HæHæ.

Langaði að spyrja af hverju það á að nota soðið vatn í grauta og þurrmjólk?  Ég er farin að gefa stráknum mínum vatn úr krana og á alltaf kalt soðið vatn sem ég nota í matinn en langaði að vita af hverju maður getur ekki notað kranavatnið.

TakkTakkSæl.

Vissulega getur þú notað kranavatn, kalt,  en venjulega er betra að blanda grauta og þurrmjólk með heitu vatni því það blandast oft betur þannig en með köldu.  Vatnið á Íslandi er svo hreint að það er í lagi að nota það beint úr krananum.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
27. maí 2010.