Spurt og svarað

22. ágúst 2005

Kúamjólk eða þurrmjólk

Sælar og þakka ykkur fyrir frábæra síðu.
Nú er minn orðinn 8 mánaða og farin að borða í allar máltíðir. Hann fær alltaf brjóstið sem sinn svaladrykk á eftir. Núna hef ég tekið þá ákvörðun að gefa honum aðeins morgungjöf og áður en hann fer að sofa, er heldur ekkert á móti einni næturgjöf í svolítinn tíma í viðbót. En þessum tveimur gjöfum ætla ég að halda eins lengi og ég get.  Þá er spurningin: þarf ég að gefa honum þurrmjólk? Ég myndi helst vilja sleppa við það, hann hefur aldrei bragðað hana og ég var að spá í hvort ekki væri kominn tími á bara kúamjólkina? og ef það má, hversu mikið má ég þá gefa honum á dag? með fyrirfram þökk.
 
............................................................
 
Komdu sæl.
 
Það er enginn ástæða að gefa honum þurrmjólk þar sem hann er orðinn þetta gamall.  Mælt er með stoðmjólk fyrir 6 mán. til 2 ára gömul börn þar sem í hana er blandað járni og öðrum vítamínum og steinefnum sem börnin þurfa en hún er líka próteinminni en venjuleg nýmjólk og hentar því börnum á þessum aldri betur.  Dagsskammtur mjólkur er u.þ.b. 500 ml (1/2 lítri) á dag en þá er líka tekið með það sem er blandað út í grauta og annað slíkt, svo fær hann auðvitað brjóstamjólkina þannig að það dregst frá þessum skammti.
 
Gangi þér vel
 
Rannveig B. Ragnarsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.
22.08.2005.
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.