Kúla í píkunni.

12.02.2015

Ef maður stingur einum putta langt upp i píkuna og heldur að maður sé óléttur og finnur kúlu þar  langt inni er það fóstrið?

 

Sæl og blessuð, nei það er ekki fóstrið. Þú finnur ekki fyrir því í gegn um leggöng fyrr en í fæðingunni þegar leghálsinn er farinn að opnast. Þetta sem þú finnur fyrir sem kúlu er langlíklegast leghálsinn sjálfur. Hann getur minnt á kúlu með gati þegar komið er við hann. Gangi þér vel.

bestu kveðjur
Áslaug V.
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
12.feb.2015