Spurt og svarað

15. mars 2015

Langar að verða ljósmóðir

Sæl, ég er 16. ára gömul stelpa sem hef mikinn áhuga á Ljósmæðrastarfinu!! Það eru nokkrar spurningar sem eru að veltast um í kollinum á mér og ég var að vonast til þess að þú gætir svarað þeim? - Hversu mörg ár er námið? - Hvar get ég stundað það? - Þarf ég að verða stúdent í einhverju ákveðnu? - Hvað fá Ljósmæður í laun á mánuði? - Er Ljósmæðrastarfið fjölbreytt? Hvernig? - Hvar starfa Ljósmæður? Ég vona að þú getir svarað einhverjum af þessum spurningum. Takk fyrir😊


 Heil og sæl og gaman að þú skulir hafa áhuga á starfinu. Eins og námið er skipulagt í dag tekur það sex ár í háskóla.Fyrst lýkur maður fjögurra ára námi í hjúkrun og svo tveggja ára námi í ljósmóðurfræði eftir það. Hugsanlega þegar þú ert búin með stúdentspróf verður búið að breyta náminu í fimm ára nám sem þú getur farið í beint eftir stúdentspróf og því lýkur þá með meistaragráðu og starfréttindum sem ljósmóðir. Á Íslandi er eingöngu hægt að læra ljósmóðurfræði við Háskóla Íslands en það eru nokkrar ljósmæður sem hafa lært í Danmörku og þar þarf ekki fyrst að vera hjúkrunarfræðingur til að hefja námið. Laun ljósmæðra eru mjög mismunandi eftir því hvar þær starfa. Byrjunarlaun ljósmóður eru rétt innan við fjögurhundruð þúsund á mánuði en mjög margar vinna vaktavinnu og þá kemur vaktaálag ofan á það. Maður verður ekki ríkur af peningum af því að vinna sem ljósmóðir J. Ljósmæður starfa á fæðinga- meðgöngu- og sængurlegu deildum spítalanna. Einnig í heilsugæslu við mæðra- og ungbarnavernd. Það eru líka ljósmæður á leitarstöð Krabbameinsfélagsins og þar taka þær sýni. Þetta eru algengustu staðirnir. Gangi þér vel við námið og hver veit nema þú verið orðin ljósmóðir eftir 9-10 ár!!
Bestu kveðjur
Áslaug V.
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
15. mars 2015
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.