Spurt og svarað

20. janúar 2005

Langar í ljósmæðranám en er að pæla í laununum

Mig langar mikið að fara í ljósmæðranám en er mikið að pæla í laununum. Mig langar að spyrja hvort þið gætuð sagt mér í grófum dráttum hver launin eru?

......................................................................

Sæl og takk fyrir að senda okkur fyrirspurn.

Því miður eru laun ljósmæðra ekki í samræmi við lengd náms og ábyrgð í starfi. Á heimasíðu Ljósmæðrafélagsins er að finna upplýsingar um kjör ljósmæðra en grunnlaun nýútskrifaðrar ljósmóður eftir 6 ára háskólanám eru um 200.000 kr. en er auðvitað eitthvað misjafnt eftir stofnunum. Þær sem vinna í vaktavinnu fá svo greitt vaktaálag ofan á launin en það er umbun fyrir að vinna óreglulegan vinnutíma og á tímum sem aðrir eiga frí. Greitt er 33,3% vaktaálag á kvöldin, 55% á nóttunni og um helgar og 90% á stórhátíðum s.s. á jólum og páskum.

Eins og staðan er í dag eru það ekki launin sem draga mann í þetta nám heldur áhuginn á starfinu og hugsjónin. Það er ekki hægt annað en að mæla með því að leggja í þetta nám ef áhuginn er fyrir hendi því starfið er mjög skemmtilegt en auðvitað krefjandi. Við sem störfum við þetta höldum auðvitað í vonina um að nám og ábyrgð verði metin að verðleikum einhvern daginn.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
20. janúar 2005.

 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.