Spurt og svarað

04. mars 2008

Líkamshiti ungbarna

Sælar

Eg er mikið búin að vera spá í einu. Ég veit að börn hafa mjög óþroskað hitastjórnunarkerfi í líkamanum og því teljast þau ekki vera með hita nema yfir 38 C.

Litli minn er 8 mán, hann er fremur frískur og yfirleitt kátur. Öllum finnst hann hins vegar alltaf svo heitur og telja hann vera með hita þetta er aðallega á enninu og höfðinu og hann er stundum eins og sveittur á enninu. Ég hef mælt hann og hann er oftast 37-37,5 C á kvöldin en það hafa komið kvöld þar sem hann er 38,2-38,3 og þá tel ég alltaf að hann sé að verða veikur (enda mikið af pestum að ganga) en svo daginn eftir er allt í lagi.

Hann er síðan hins vegar alltaf mjög kaldur á tánum og höndum???

Er þetta eitthvað sem ég þarf að hafa áhyggjur af? Erfitt að vera stressa sig í hvert skipti sem einhver heldur að hann sé með hita:)

takk fyrir góðan vef


Komdu sæl

Yfirleitt er miðað við að eðlilegur líkamshiti sé 36,5 - 37,5°C á morgnanna og undir 38,5°C á kvöldin.  Það er eðlilegt að hafa aðeins hærri líkamshita eftir að hafa verið á fullu allan daginn.  Samkvæmt þessu er drengurinn bara innan eðlilegra marka.  Það er hins vegar svo misjafnt hversu heitfeng börn eru eða hve mikið þau hreyfa sig og það er yfirleitt ekkert til að hafa áhyggjur af heldur bara eitthvað sem þið lærið á.

Ef þið hafið áhyggjur mundi ég ráðleggja ykkur að tala um þetta við lækninn ykkar næst þegar þið hittið hann í ungbarnaverndinni.

Gangi ykkur vel.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
4. mars 2008.

 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.