Spurt og svarað

03. september 2007

Líkur á að eignast barn með Downs-heilkenni

Nú er þannig háttað hjá mér að ég er orðin ófrísk, er samt ekki búin að komast í neina skoðun ennþá, en sem sagt unnusti minn á bróður sem er með Downs heilkenni og vill hann láta tékka á fóstrinu hjá okkur hvort ekki sé allt í lagi. En nú spyr ég; Eru miklar líkur á að við eignumst núna barn með Downs, við erum nú mjög ung, ég er tvítug og hann 22 ára.

Kveðja, ég.


Sæl og blessuð og takk fyrir að leita til okkar!

Líkur á því að kona eignist barn með Downs heilkenni virðast aðallega vera háðar aldri konunnar. Umdeilt er hvort aldur föður skipti máli en flestir hallast að því að svo sé ekki. Það er einnig mögulegt þó það sé sjaldgæft að þessi litningagalli liggi í ættum og því er sjálfsagt fyrir ykkur að láta kanna þetta betur ef þið hafið áhuga á því. Ég myndi ráðleggja þér að hafa samband við ljósmóður á þinni heilsugæslustöð ef þú vilt fá nánari upplýsingar m.a. um þær skimanir og greiningarpróf sem mögulegt er að gera á meðgöngu. Hér á síðunni er að finna upplýsingar um Samþætt líkindamat og Hnakkaþykktarmælingu.

Gangi ykkur vel.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
3. september 2007.


Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.