Ljósmæðranám í Bretlandi

09.05.2006

Ég er að velta fyrir mér ljósmæðranámi í Bretlandi. Það tekur 3 ár og er í virtum háskóla. Fær maður réttindi til að starfa sem ljósmóðir á Íslandi eftir slíkt nám. Þá er maður ekki hjúkrunarfræðingur því þetta er einungis ljósmóðurnám.

Með fyrirfram þökk, ein sem er að spá og spekúlera.


Ljósmæðramenntun sem viðurkennd er í löndum Evrópusambandsins er einnig viðurkennd á Íslandi.  Að námi loknu þurfa allar ljósmæður að sækja um ljósmæðraleyfi til Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins.  Erlendar ljósmæður verða að sýna fram á nægilega íslenskukunnáttu til að fá ljósmæðraleyfi, þó fagleg menntun þeirra sé fullnægjandi og fer umsókn þeirra um ljósmæðraleyfi einnig fyrir Ljósmæðraráð.

Kær kveðja,

Guðlaug Einarsdóttir,
ljósmóðir,
formaður Ljósmæðrafélags Íslands,
9. maí 2006.