Ljósmæðranám í Danmörku

12.10.2004

Hæ hæ, mig langar að forvitnast. Ég er sjúkraliðanemi og langar að fara út í nám til Danmerkur. Hvernig get ég undirbúið mig fyrir nám úti þegar og ef ég kemst inn í skólann. Þar sem að ég verð ekki hjúkrunarfræðingur áður eins og hér heima verð ég í verri málum þegar ég kem heim heldur en sá sem að hefur lært hér heima?? Takk fyrir.

....................

Komdu sæl og þakka þér fyrir fyrirspurnina!

Því miður get ég ekki upplýst þig mikið um nám í Danmörku. Ég tel best fyrir þig að leita upplýsinga um undirbúning og nám erlendis til dæmis hjá SÍNE (Samband íslenskra námsmanna erlendis) og eru samtökin með heimasíðu www.sine.is.

Eins og staðan er í dag þá fá ljósmæður menntaðar í Danmörk full réttindi hér að námi loknu. Hvort þú sért í verri málum þegar þú kemur heim heldur en sá sem hefur lært hér heima getur talist álitamál. Sem dæmi um rök með námi á Íslandi gæti verið að ef þú hyggst starfa úti á landi þá hefur þú breiðari grunn sem hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir en eingöngu ljósmóðir. Svo er það alltaf álitamál hvort sé betra.

Gangi þér vel,

kveðja,
Ingibjörg Th. Hreiðarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
12. október 2004.