Spurt og svarað

12. október 2004

Ljósmæðranám í Danmörku

Hæ hæ, mig langar að forvitnast. Ég er sjúkraliðanemi og langar að fara út í nám til Danmerkur. Hvernig get ég undirbúið mig fyrir nám úti þegar og ef ég kemst inn í skólann. Þar sem að ég verð ekki hjúkrunarfræðingur áður eins og hér heima verð ég í verri málum þegar ég kem heim heldur en sá sem að hefur lært hér heima?? Takk fyrir.

....................

Komdu sæl og þakka þér fyrir fyrirspurnina!

Því miður get ég ekki upplýst þig mikið um nám í Danmörku. Ég tel best fyrir þig að leita upplýsinga um undirbúning og nám erlendis til dæmis hjá SÍNE (Samband íslenskra námsmanna erlendis) og eru samtökin með heimasíðu www.sine.is.

Eins og staðan er í dag þá fá ljósmæður menntaðar í Danmörk full réttindi hér að námi loknu. Hvort þú sért í verri málum þegar þú kemur heim heldur en sá sem hefur lært hér heima getur talist álitamál. Sem dæmi um rök með námi á Íslandi gæti verið að ef þú hyggst starfa úti á landi þá hefur þú breiðari grunn sem hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir en eingöngu ljósmóðir. Svo er það alltaf álitamál hvort sé betra.

Gangi þér vel,

kveðja,
Ingibjörg Th. Hreiðarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
12. október 2004.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.