Spurt og svarað

23. júní 2012

Er ómskoðun hættuleg?

Halló og takk fyrir góðan vef :)
Ég er ein af þessum sem les alltof mikið á netinu mér til fróðleiks sem getur stundum verið gott en stundum verið mjög slæmt, eins og núna!
Ég er gengin 16 vikur með 3 barn og ég fæ allskonar meðgöngukvilla þegar ég er ólétt og þarf frekara eftirlit. Ég er búin að vera að lesa mér til á netinu um það að ómskoðun geti verið mjög skaðleg fyrir fóstrið og það koma mér alveg rosalega á óvart og er eitthvað sem ég var aldrei búin að láta mér detta í hug! Ég var vægast sagt mjög hrædd því þó að ég sé komin svo stutt er ég búin að fara 5 sinnum í sónar þ.e snemmsónar, 12 viknasónar(hnakkaþykktarmæling) og svo 3x útaf samdráttum og blæðingu. Er ómskoðun í alvörunni hættuleg?

kveðja, Þessi hræddaSæl!
Ómskoðun er ekki hættuleg, við værum ekki að nota þessa tækni ef hún væri það. Við ómskoðun eru notaðar hljóðbylgjur, sem  sendar eru inn í leg og er tækið í meira tíma að hlusta eftir hljóðinu til að breyta því í mynd og er því lítill hitagjafi. Fjölmargar rannsóknir staðfesta þetta. Hins vegar mælum við með að þessi tækni sé einungis notuð í læknisfræðilegum tilgangi, og ekki til skemmtunar.

 
Bestu kveðjur og gangi þér vel,
María Hreinsdóttir,
ljósmóðir fósturgreiningardeild,
23. júní 2012
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.