Er ómskoðun hættuleg?

23.06.2012
Halló og takk fyrir góðan vef :)
Ég er ein af þessum sem les alltof mikið á netinu mér til fróðleiks sem getur stundum verið gott en stundum verið mjög slæmt, eins og núna!
Ég er gengin 16 vikur með 3 barn og ég fæ allskonar meðgöngukvilla þegar ég er ólétt og þarf frekara eftirlit. Ég er búin að vera að lesa mér til á netinu um það að ómskoðun geti verið mjög skaðleg fyrir fóstrið og það koma mér alveg rosalega á óvart og er eitthvað sem ég var aldrei búin að láta mér detta í hug! Ég var vægast sagt mjög hrædd því þó að ég sé komin svo stutt er ég búin að fara 5 sinnum í sónar þ.e snemmsónar, 12 viknasónar(hnakkaþykktarmæling) og svo 3x útaf samdráttum og blæðingu. Er ómskoðun í alvörunni hættuleg?

kveðja, Þessi hræddaSæl!
Ómskoðun er ekki hættuleg, við værum ekki að nota þessa tækni ef hún væri það. Við ómskoðun eru notaðar hljóðbylgjur, sem  sendar eru inn í leg og er tækið í meira tíma að hlusta eftir hljóðinu til að breyta því í mynd og er því lítill hitagjafi. Fjölmargar rannsóknir staðfesta þetta. Hins vegar mælum við með að þessi tækni sé einungis notuð í læknisfræðilegum tilgangi, og ekki til skemmtunar.

 
Bestu kveðjur og gangi þér vel,
María Hreinsdóttir,
ljósmóðir fósturgreiningardeild,
23. júní 2012