Lýsi

24.11.2004

Barnið mitt er að verða 5 mánaða gamall má ég gefa honum krakkalýsi?

........................

Sæl og þakka þér fyrirspurnina!

Já þú mátt gefa barninu þínu Krakkalýsi. Það er ætlað börnum frá fæðingu. Það er mælt með að gefa börnum sem ekki eru farin að fá neina fæðu nema brjóstamjólk A-D dropa og þegar þau eru farin að borða fasta fæðu að skipta yfir í Krakkalýsið. Þú þarft einungis að gæta að því að barnið fái ekki bæði A-D dropana og Krakkalýsið saman því þá fær það of stóran skammt af þessum vítamínum. Ráðlagður skammtur af Krakkalýsi fyrir börn 0-12 mánaða eru 3-4 dropar á dag og fyrir börn 1-10 ára 1 teskeið (5ml) á dag.

Gangi þér vel,

Ingibjörg Th. Hreiðarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
24. nóvember, 2004.