Spurt og svarað

24. nóvember 2004

Lýsi

Barnið mitt er að verða 5 mánaða gamall má ég gefa honum krakkalýsi?

........................

Sæl og þakka þér fyrirspurnina!

Já þú mátt gefa barninu þínu Krakkalýsi. Það er ætlað börnum frá fæðingu. Það er mælt með að gefa börnum sem ekki eru farin að fá neina fæðu nema brjóstamjólk A-D dropa og þegar þau eru farin að borða fasta fæðu að skipta yfir í Krakkalýsið. Þú þarft einungis að gæta að því að barnið fái ekki bæði A-D dropana og Krakkalýsið saman því þá fær það of stóran skammt af þessum vítamínum. Ráðlagður skammtur af Krakkalýsi fyrir börn 0-12 mánaða eru 3-4 dropar á dag og fyrir börn 1-10 ára 1 teskeið (5ml) á dag.

Gangi þér vel,

Ingibjörg Th. Hreiðarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
24. nóvember, 2004.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.