Spurt og svarað

07. maí 2007

Lýsi og ofnæmi

Sælar.

Mig langar að spyrja hvort að lýsi sé jafn mikill ofnæmisvaldur og fiskur.  Nú hefur okkur verið ráðlagt að bíða með fiskinn fram yfir 1 árs aldurs (vegna exems) og ég er að velta því fyrir mér hvort að við eigum þá ekki líka að bíða með lýsi.

Kveðja


 

Sæl og takk fyrir að leita til okkar.

 

Í raun er lýsi jafn mikill ofnæmisvaldur og fiskur.  Það hefur samt ekki verið ráðlagt að sleppa því að gefa börnum lýsi vegna þeirra kosta sem lýsið hefur.  Hins vegar ef barn sýnir ofnæmisviðbrögð við að fá lýsi þarf að sjálfsögðu að endurmeta lýsisgjöfina.  Ég myndi því ráðleggja ykkur að gefa barninu ykkar lýsi.  Varðandi að gefa barninu fisk þá ættuð þið allavega að bíða til 10 mánaða aldurs en lengur ef það er þekkt ofnæmi fyrir fiski hjá öðru hvoru foreldrinu.

 Vona að þetta svari spurninu þinni.  Gangi ykkur vel.

Þórdís B. Kristjánsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
7. apríl 2007.

 

 

 

 

 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.