Lýsi og ofnæmi

07.05.2007

Sælar.

Mig langar að spyrja hvort að lýsi sé jafn mikill ofnæmisvaldur og fiskur.  Nú hefur okkur verið ráðlagt að bíða með fiskinn fram yfir 1 árs aldurs (vegna exems) og ég er að velta því fyrir mér hvort að við eigum þá ekki líka að bíða með lýsi.

Kveðja


 

Sæl og takk fyrir að leita til okkar.

 

Í raun er lýsi jafn mikill ofnæmisvaldur og fiskur.  Það hefur samt ekki verið ráðlagt að sleppa því að gefa börnum lýsi vegna þeirra kosta sem lýsið hefur.  Hins vegar ef barn sýnir ofnæmisviðbrögð við að fá lýsi þarf að sjálfsögðu að endurmeta lýsisgjöfina.  Ég myndi því ráðleggja ykkur að gefa barninu ykkar lýsi.  Varðandi að gefa barninu fisk þá ættuð þið allavega að bíða til 10 mánaða aldurs en lengur ef það er þekkt ofnæmi fyrir fiski hjá öðru hvoru foreldrinu.

 Vona að þetta svari spurninu þinni.  Gangi ykkur vel.

Þórdís B. Kristjánsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
7. apríl 2007.