Má gefa 5 mánaða barni vatn?

11.11.2007

Sælar! Frábær síða!

Ég var að spá hvort ég mætti byrja að gefa 5 mánaða stelpu vatn?

Kveðja, Erla.


Sæl og blessuð Erla.

Þetta er náttúrlega þitt barn og þú ræður alltaf hvað þú gefur því. Það er hins vegar ekki mælt með vatnsgjöfum til barna innan 6 mánaða og engar rannsóknir sem sýna að það geri þeim gott á nokkurn hátt. Gangi þér vel.              
        

Kveðja,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
11. nóvember 2007.