Má frysta stoðmjólk?

11.07.2006

Góðan dag!

Ég er með 7 mánaða gutta sem var eingöngu á brjósti til 6 mánaða en er svo nýbyrjaður að fá að borða. Ég var í miklum vandræðum fyrst með það hvað ég ætti að gefa honum sem væri nógu járnríkt eftir að járnbættu grautarnir fóru af markaði en ákvað svo að gefa honum óvítamínbættan hrísgraut og byrja þarnæst á því að gefa honum maukað spergilkál.  Ég reyndi fyrst að mjólka mig í grautinn en gafst fljótlega upp á því og datt svo í hug hvort væri sniðugt að setja stoðmjólk í grautinn þar sem hún inniheldur líka aukajárn. Mér finnst samt fáránlegt að kaupa hálfan lítra af henni og henda nánast öllu eftir tvo daga þar sem ég þarf hana eingöngu út á
grautinn.  Þá er spurning mín þessi:

Má frysta stoðmjólkina t.d. í klakabox og nota hana þannig til að blanda grautinn (afþýða svo í ískáp og hita í vatnsbaði) eða hverfa einhver næringarefni við það (og þá er ég aðallega að spá í járnið). 

Tek það fram að ég hef minni áhuga á því að gefa mjólkurblandaða grauta þar sem kúamjólkin okkar er síður talin valda ofnæmi heldur en sú erlenda.

Með fyrirfram þökk.


Sæl og blessuð!

Jú það er í lagi að frysta stoðmjólkina eins og aðra mjólk og
mjög praktískt að gera það.

Með kveðju,

Ingibjörg Eiríksdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
11. júlí 2006.