Spurt og svarað

28. maí 2008

Má gefa 5 mánaða að smakka ís eða rjóma?

Sæl verið þið!

Fimm mánaða dóttir okkar er eingöngu á brjósti en pabbi hennar hefur nokkrum sinnum gefið henni pínu smakk, t.d. ís eða rjóma.  Þetta er í mjög litlu magni, ekki einu sinni hálf teskeið.  Einnig hefur hann gefið henni smá vatnssopa. Er þetta í lagi?

 


 

Sælar!

Samkvæmt ráðleggingum um næringu ungbarna þá er ekki ráðlagt að gefa börnum rjóma, ís eða nýmjólk fyrr en eftir 6 mánaða - svo ég tel ráðlegt að bíða með allt svoleiðis fram yfir 6 mánaða aldur. Það er gott fyrir foreldra að lesa bæklinginn um næringu ungbarna sem afhentur er í ungbarnaverndinni.

Bestu kveðjur, 

Ingibjörg Eiríksdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
28. maí 2008.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.