Má gefa 5 mánaða að smakka ís eða rjóma?

28.05.2008

Sæl verið þið!

Fimm mánaða dóttir okkar er eingöngu á brjósti en pabbi hennar hefur nokkrum sinnum gefið henni pínu smakk, t.d. ís eða rjóma.  Þetta er í mjög litlu magni, ekki einu sinni hálf teskeið.  Einnig hefur hann gefið henni smá vatnssopa. Er þetta í lagi?

 


 

Sælar!

Samkvæmt ráðleggingum um næringu ungbarna þá er ekki ráðlagt að gefa börnum rjóma, ís eða nýmjólk fyrr en eftir 6 mánaða - svo ég tel ráðlegt að bíða með allt svoleiðis fram yfir 6 mánaða aldur. Það er gott fyrir foreldra að lesa bæklinginn um næringu ungbarna sem afhentur er í ungbarnaverndinni.

Bestu kveðjur, 

Ingibjörg Eiríksdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
28. maí 2008.