Spurt og svarað

12. október 2006

Er skylt að mæta í mæðraeftirlit og fæða undir eftirliti ljósmóður?

Ég veit að fáar konum ef einhverjar sleppa því að mæta í mæðraeftirlit en ég vildi vita hvað stendur um þetta í lögunum. Þarf kona að mæta í mæðraeftirlit á meðgöngu lagalega séð og þarf hún að fæða undir eftirliti ljósmóður? Ég veit að allar konur sem eru þungaðar þurfa að fara í blóðprufu og láta tékka á sýfillis. En fræðilega séð gæti kona ákveðið að fara í ekkert mæðraeftirlit og engar skoðanir aðrar en þessa blóðprufu og fætt heima hjá sér án ljósmóður án þess að vera að bjóta lög? Og ef það eru lög um þetta gætuð þið þá bent mér á þetta.


Mæðravernd og allar rannsóknir sem henni fylgja sem og fæðingarhjálp, eru tilboð til verðandi foreldra en ekki lögbundin skylda. Barnshafandi kona væri því ekki að brjóta lög með því að afþakka rannsóknir eða aðkomu heilbrigðisstarfsfólks að meðgöngu eða fæðingu. Hins vegar ef barnshafandikona stofnar heilsu eða lífi ófædds barns síns í hættu með líferni sínu (t.d. með ofneyslu áfengis eða fíkniefnaneyslu) varðar það Barnaverndarlög (m.a. 21. gr og 30 gr. 2002 nr. 80 10. maí), sjá nánar á http://www.althingi.is/lagas/132a/2002080.html

Barnshafandi konur eru hvattar til að þiggja mæðravernd og fæðingarhjálp hjá ljósmæðrum og/eða fæðingarlæknum þar sem það er talið auka líkur á góðri útkomu meðgöngu og fæðingu fyrir móður og barn.

yfirfarið 28.10.2015

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.