malt, bjór og brjóst

23.02.2015

Er það satt að neysla á malt og bjór auki mjólkurframleiðsluna hjá konum?


Heil og sæl, nei það er ekki satt. Stundum hefur verið rætt að slökunaráhrif af malti og bjór auki mjólkurframleiðsluna. Hinsvegar er það þekkt að alkóhól hefur hamlandi áhrif á oxytocin framleiðslu líkamans og þar með brjóstamjólkurlosun. Það er talið að losunin minnki um 23% við neyslu alkóhóls. Það er því ekki ráðlegt að drekka þessa drykki. Gangi þér vel.


Bestu kveðjur
Áslaug V.
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
23.feb.2015