Meðalaldur mæðra og feðra

09.03.2009

Góðan daginn.

Er nokkuð möguleiki á að þú getir gefið mér upp upplýsingar um meðalaldur bæði mæðra og feðra við fæðingu fyrsta barns á síðasta ári. Síðastliðin þrjú ár hefði líka verið fínt ef það er ekki of mikil fyrirhöfn :)

Með fyrirfram þökkum.


Góðan dag!

Í skýrslu fæðingaskráningar fyrir árið 2007 er birt línurit yfir meðalaldur kvenna við fæðingu frá 1998-2007. Ef þig vantar frekari upplýsingar þarftu að hafa samband við fæðingarskráningu á Landspítala.


Kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
9. mars 2009.