Spurt og svarað

22. júní 2008

Minifom dropar - bara við upphaf fyrstu gjafar - eða?

Ég vil byrja á því að þakka fyrir góðan vef :)

Ég er með eina 8 vikna sem ég var að byrja að gefa Minifom dropa því það er svo mikið loft í henni sem hún á erfitt með að losna við. Það stendur á umbúðunum að maður eigi að gefa dropana fyrir hverja gjöf. Ég gef henni þá áður en ég gef henni, síðan vill hún ekki meira að drekka og er ég þá í svolítinn tíma með hana, síðan vill hún aftur drekka stundum eftir 10 mín/20 mín/30 mín og jafnvel ekki fyrr en eftir klukkutíma aftur. Stundum legg ég á hana á brjóst þrisvar sinnum á innan við klukkutíma en alltaf líður svolítill tími á milli. Hvernig er það í þessu tilfelli, á ég að gefa henni þá í hvert skipti sem hún drekkur eða bara við upphaf fyrstu gjafar? Finnst hún ropa vel á eftir fyrstu gjöf, sem sagt þeirri gjöf sem ég gef dropana fyrir, en síðan eftir næstu gjafir á hún erfitt með ropa, það eru þær gjafir sem ég gef henni ekki dropana.Er svo hrædd um að vera að gefa henni of mikið ef ég gef henni dropana í hvert skipti sem hún drekkur því það er svo oft sem ég þarf að leggja hana á brjóst.

Með von um svar sem fyrst :)


Sælar!

Með Minifom dropana þá gefum við oftast bara í upphafi gjafa en ekki þegar það eru aukagjafir. Svo mér sýnist þú vera gera þetta allt rétt.

Gangi þér vel.

Kveðja,

Ingibjörg Eiríksdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
22. júní 2008.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.