Spurt og svarað

03. febrúar 2007

Mjólk fyrir 6 mánaða

Sælar ég á einn hraustann 6 1/2 mánaða sem ég er að reyna að venja af brjósti og hann er alls ekki hrifinn af Þurrmjólk, ég var að velta fyrie mér hvort hann mætti fara að fá nÝmjolk því ég hef ekki aðgang að stoðmjólk.  Hvers vegna er ekki mælt með nýmjólk fyrr en 1 árs?

Med fyrirfram þökk

María


Komdu sæl, María

Það er frábært, að þú skulir hafa brjóstfætt drenginn þinn allan þennan tíma og kemur hann til með að njóta góðs af því. Stoðmjólkin er framleidd sérstaklega fyrir börn á aldrinum 6 mánaða til eins árs, er sérstaklega járnbætt og samsett á þann hátt, sem hæfir næringarþörf þeirra. Henni er ætlað að brúa bilið á milli brjóstamjólkur og nýmjólkur á þessum aldri. Það má gefa 6 mánaða gömlu barni nýmjólk en stoðmjólkin er álitin vera betri kostur fyrir barnið.   Ef þú þarft nánari leiðbeiningar mun ungbarnaverndin á þínum stað liðsinna þér. 

Gangi ykkur vel,

kveðja

Kolbrún Jónsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
03.02.2007

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.