Mjólk fyrir 6 mánaða

03.02.2007

Sælar ég á einn hraustann 6 1/2 mánaða sem ég er að reyna að venja af brjósti og hann er alls ekki hrifinn af Þurrmjólk, ég var að velta fyrie mér hvort hann mætti fara að fá nÝmjolk því ég hef ekki aðgang að stoðmjólk.  Hvers vegna er ekki mælt með nýmjólk fyrr en 1 árs?

Med fyrirfram þökk

María


Komdu sæl, María

Það er frábært, að þú skulir hafa brjóstfætt drenginn þinn allan þennan tíma og kemur hann til með að njóta góðs af því. Stoðmjólkin er framleidd sérstaklega fyrir börn á aldrinum 6 mánaða til eins árs, er sérstaklega járnbætt og samsett á þann hátt, sem hæfir næringarþörf þeirra. Henni er ætlað að brúa bilið á milli brjóstamjólkur og nýmjólkur á þessum aldri. Það má gefa 6 mánaða gömlu barni nýmjólk en stoðmjólkin er álitin vera betri kostur fyrir barnið.   Ef þú þarft nánari leiðbeiningar mun ungbarnaverndin á þínum stað liðsinna þér. 

Gangi ykkur vel,

kveðja

Kolbrún Jónsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
03.02.2007