Mjólkurhormón og ófrjósemi

04.08.2008

Sæl!

Ég er búin að vera að reyna að eignast barn í ár og er búin að vera að lesa um ófrjósemi á netinu og rakst á umræður um of hátt mjólkurhormón. Málið er að ég átti barn fyrir 8 árum og hef alltaf verið með mjólk síðan samt á reglulegum tíðum. Getur verið að mjólkurhormónið sé of hátt hjá mér og sé að koma í veg fyrir þungun?


Sæl og blessuð. 

Það er rétt hjá þér að óeðlilega hátt gildi mjólkurhormóna getur bent til hormónatruflana sem tengist lítilli frjósemi. Það er hins vegar ekki hægt að átta sig á hvað þú meinar með „mjólk“. Er þetta lítil eða mikil framleiðsla, eru önnur einkenni til staðar o.s.frv. 

Þetta er nokkuð sem þú þarft að láta athuga með hjá lækni. 

Gangi þér vel.

Kveðja,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
4. ágúst 2008.