Mjólkuróþol og geitamjólk

24.11.2006

Sælar konur!

Þegar börn eru með mjólkuróþol er það þá venjulega bara fyrir kúamjólkurpróteinum? Mætti barnið t.d fá geitarmjólk?

Takk fyrir góðan vef, þið eruð meiriháttar!!

Hildur.


Komdu sæl, Hildur

Þegar talað er um mjólkuróþol er átt við laktósuóþol, sem tengist kúamjólkinni. Varðandi geitamjólk þarf fólk að þreifa sig varlega áfram með hana til að komast að því, hvort hún þolist eða ekki. Sum börn virðast þola hana, sem ekki þola kúamjólk en önnur ekki.

Gangi ykkur vel.

Kveðja,

Kolbrún Jónsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
24. nóvember 2006.