Spurt og svarað

25. maí 2005

Naglahirða ungbarna

Mig langar að vita um naglahirðu nýbura. Nú er ég nýbúin að eignast litla stelpu og naglaböndin á nöglunum standa út í loftið og hún er komin með lítið sár við tvo fingur. Hvað á ég að gera á ég að láta þau eiga sig, sótthreinsa eða klippa naglaböndin. Einnig langar mig að vita hvenær á maður að byrja að klippa neglunar, hún klórar sig svoldið í framan.

...................................................................


Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Til hamingju með litlu stelpuna þína. Það er ekki vert að byrja að klippa neglurnar á litla krílinu fyrr en við 4-6 vikna aldurinn. Neglurnar eru svo undur þunnar því er best að þú haldir þétt um litlu höndina á meðan þú klippir neglurnar. Þú þarft ekki að gera neitt við naglaböndin en ef þau standa út í loftið geturðu snyrt þau til en alls ekki að klippa þau við naglrótina. Á sárið við nöglina geturðu sett svolítið brjóstakrem, það er svo græðandi.

Gangi þér vel.

Kær kveðja,

Halla Huld Harðardóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
25. maí 2005.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.