Naglahirða ungbarna

25.05.2005

Mig langar að vita um naglahirðu nýbura. Nú er ég nýbúin að eignast litla stelpu og naglaböndin á nöglunum standa út í loftið og hún er komin með lítið sár við tvo fingur. Hvað á ég að gera á ég að láta þau eiga sig, sótthreinsa eða klippa naglaböndin. Einnig langar mig að vita hvenær á maður að byrja að klippa neglunar, hún klórar sig svoldið í framan.

...................................................................


Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Til hamingju með litlu stelpuna þína. Það er ekki vert að byrja að klippa neglurnar á litla krílinu fyrr en við 4-6 vikna aldurinn. Neglurnar eru svo undur þunnar því er best að þú haldir þétt um litlu höndina á meðan þú klippir neglurnar. Þú þarft ekki að gera neitt við naglaböndin en ef þau standa út í loftið geturðu snyrt þau til en alls ekki að klippa þau við naglrótina. Á sárið við nöglina geturðu sett svolítið brjóstakrem, það er svo græðandi.

Gangi þér vel.

Kær kveðja,

Halla Huld Harðardóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
25. maí 2005.