Spurt og svarað

30. september 2011

Er stelpa á leiðinni?

Sæl!

Fór í 20 vikna sónar í síðustu viku, allt kom mjög vel út og ég vildi fá að vita kynið. Það sem sást voru 2 hvítir punktar og ljósan sagði að það væri lítil dama á leiðinni. Ég er búin að vera skoða á netinu umræður um kyn og þá er alltaf talað um 3 línur en ljósan mín sagði ekkert um þessar 3 línur. Get ég treyst því að þessir tveir hvítu punktar = stelpa á leiðinni?

Kveðja, Dísa.


Sæl!

Kyngreining með ómskoðun er aldrei 100 %.Við skoðum ytri kynfæri og sjáum pung og tippi hjá strákunum, en skoru og skapabarma hjá stelpum, þess vegna tölum við um 3 línur hjá þeim, því skapabarmar við 20 vikur eru ekki mjög þroskaðir.

Kveðja og gangi þér vel,

María Hreinsdóttir,
ljósmóðir fósturgreiningadeild LSH,
30. september 2011.


Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.