Er stelpa á leiðinni?

30.09.2011

Sæl!

Fór í 20 vikna sónar í síðustu viku, allt kom mjög vel út og ég vildi fá að vita kynið. Það sem sást voru 2 hvítir punktar og ljósan sagði að það væri lítil dama á leiðinni. Ég er búin að vera skoða á netinu umræður um kyn og þá er alltaf talað um 3 línur en ljósan mín sagði ekkert um þessar 3 línur. Get ég treyst því að þessir tveir hvítu punktar = stelpa á leiðinni?

Kveðja, Dísa.


Sæl!

Kyngreining með ómskoðun er aldrei 100 %.Við skoðum ytri kynfæri og sjáum pung og tippi hjá strákunum, en skoru og skapabarma hjá stelpum, þess vegna tölum við um 3 línur hjá þeim, því skapabarmar við 20 vikur eru ekki mjög þroskaðir.

Kveðja og gangi þér vel,

María Hreinsdóttir,
ljósmóðir fósturgreiningadeild LSH,
30. september 2011.