Spurt og svarað

15. nóvember 2010

Nan 1 og Nan 2

Kæru ljósmóður, ég vil byrja á að þakka fyrir góðan vef og vona að þið getið svarað fyrirspurn minni og haldið áfram að bjóða okkur mæðrum upp á þessa góðu síðu.  Ég er með einn strák sem er 4 mánaða og hef verið að gefa honum Nan 1 með brjóstamjólkinni frá fæðingu en hætti með hann á brjósti fyrir 2 vikum því ég var með svo litla mjólk fyrir hann og hann neitaði að taka brjóst og beið eftir pelanum. Samkvæmt leiðbeiningum á (má?) byrja að gefa NAN 2 við 4 mánaða aldur. Getið þið sagt mér hver sé munurinn á NAN1 og NAN 2? Því miður gat ljósmóðurin sem ég hitti í ungbarnaeftirlitinu i dag ekki sagt mér hver væri munurinn svo því leita ég til ykkar og vona að þið sjáið ykkur fært að svara.

Bestu þakkir Inga 


Komdu sæl Inga.

Próteinsamsetningin er aðeins flóknari í Nan 2 mjólkinni en Nan 1.  Þar eru komin kasein og mysuprótein sem eru ekki í Nan 1 og þar af leiðandi er hún kannski aðeins tormeltari og því ráðlögð fyrir eldri börn.  Natríuminnihaldið er líka aðeins meira í Nan 2.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
15. nóvember 2010.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.