Nan 1 og Nan 2

15.11.2010

Kæru ljósmóður, ég vil byrja á að þakka fyrir góðan vef og vona að þið getið svarað fyrirspurn minni og haldið áfram að bjóða okkur mæðrum upp á þessa góðu síðu.  Ég er með einn strák sem er 4 mánaða og hef verið að gefa honum Nan 1 með brjóstamjólkinni frá fæðingu en hætti með hann á brjósti fyrir 2 vikum því ég var með svo litla mjólk fyrir hann og hann neitaði að taka brjóst og beið eftir pelanum. Samkvæmt leiðbeiningum á (má?) byrja að gefa NAN 2 við 4 mánaða aldur. Getið þið sagt mér hver sé munurinn á NAN1 og NAN 2? Því miður gat ljósmóðurin sem ég hitti í ungbarnaeftirlitinu i dag ekki sagt mér hver væri munurinn svo því leita ég til ykkar og vona að þið sjáið ykkur fært að svara.

Bestu þakkir Inga 


Komdu sæl Inga.

Próteinsamsetningin er aðeins flóknari í Nan 2 mjólkinni en Nan 1.  Þar eru komin kasein og mysuprótein sem eru ekki í Nan 1 og þar af leiðandi er hún kannski aðeins tormeltari og því ráðlögð fyrir eldri börn.  Natríuminnihaldið er líka aðeins meira í Nan 2.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
15. nóvember 2010.