Spurt og svarað

15. mars 2015

Neikvætt próf en engar blæðingar

Sælar Og takk fyrir mjög fróðlegan og góðan vef. Mig langar að spyrja ykkur hvort mögulegt sé að vera þunguð þó þungunarprófin (tekið nokkur) hafi verið neikvæð? Miðað við minn tíðahring sem yfirleitt er 28 daga og alltaf verið regluleg, að þá er fyrsti dagur síðustu reglulegu blæðinga 19. janúar svo fór èg á mjög dularfullar milliblæðingar tæpum 2 vikum seinna og síðan ekki söguna meir! Er ég komin á breytingaskeiðið aðeins of snemma eða getur tíðahringurinn breyst upp úr þurru? Með bestu kveðju, Ein óviss


Kæra óviss, þú segir ekki hvað þú ert gömul svo að ómögulegt er að segja til um hvort hormónabreytingar vegna breytingaskeiðs séu að spila inní. Þungunarprófin eiga að vera það nákvæm og ég tala nú ekki um ef þú ert búin að taka mörg að þú ert örugglega ekki ófrísk. Blæðingatruflanir geta komið til tímabundið og lagast sjálfkrafa af ýmsum ástæðum. Ég ráðlegg þér að bíða og sjá til aðeins lengur en fara svo til kvensjúkdómalæknis ef engin breyting verður á næstunni. Gangi þér vel.

Bestu kveðjur
Áslaug V.
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
15. mars 2015

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.