Spurt og svarað

10. maí 2006

Notkun túrtappa

Sæl frábær vefur rosalega gott að geta lesið um allskonar efni hér í sambandi við þennan tíma!

En málið sem ég er að velta mér upp úr er það sko ég á rosalega erfitt með að nota dömubindi. Ég brenn alltaf undan þeim þannig ég nota bara o.b. tappa og núna erum ég og maðurinn að reyna búa til barn en ég er alltaf stressuð að fara á túr þannig ég er alltaf með tappa yfir daginn (er á þannig stað að ekki er alltaf hægt að hlaupa á klósettið til að tékka). Þegar ég er í vinnunni því hringurinn er svo óreglulegur og það sem ég er aðallega að spá sko ég veit að það er ekki sniðugt að nota tappa mikið en getur þetta eitthvað skaðað fóstur ef það er komið í bumbuna. Er nefnilega  búin að vera með smá einkenni en er ekki viss og ef hringurinn fer að verða reglulegur ætti ég að byrja um 8.- 9. maí.

Ein í einhverju smá rugli.Sæl!

Þú talar um að þú  þolir illa bindin.  Ertu bara að nota eina tegund?  Sumar konur hafa kvartað undan því að þola illa rakadrægu bindin sem eru með plastefnum í. Úrvalið er mikið og hægt að fá nokkrar tegundir af bindum sem eru úr náttúrulegum efnum. Ég myndi ráðleggja þér að prófa það. Varðandi túrtappanotkunina þá er ekki æskilegt að nota þá á þennan hátt því þeir draga í sig heilmikinn vökva og geta setta skeiðarflóruna úr skorðum og valdið þá óþægindum, kláða og sýkingum.

Með von um góðan árangur í barneignum,

Tinna Jónsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
10. maí 2006.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.