Spurt og svarað

12. nóvember 2014

Nýbura merkingar í gamla daga

Komið þið sælar.
Ég var að grúska í gömlu dóti sem móðir mín átti (hún er látin) og fann þá tvö bönd sem ég held að séu nýbura armbönd úr taui og á þeim stendur A 606 og B 606. Hún fæddi tvíbura 1955 og 1966 á Landspítalanum og er ég annar tvíburinn sem fæddist "66. Gætu  þessi bönd hafa verið notuð á þessum árum ? Gaman væri að heyra frá ykkur.
Kær kveðjaSæl og blessuð.
Takk fyrir þessa áhugaverðu fyrirspurn. Eftir talsvert grúsk og viðtöl við ljósmæður sem voru að störfum 1966 teljum við nokkuð öruggt að þessi bönd séu frá 1955. 1966 var byrjað að nota einhvers konar perlukerfi til að auðkenna börnin.

 

Bestu kveðjur
Áslaug Valsdóttir
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur

 

 
 
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.