Nýrnasteinakast

24.08.2005

Góða ljósmóðir.  Fyrsti dagur síðustu blæðinga var 4 júní og 18 júní fékk ég svakalega kviðverki.  Ég fór niður á Landspítala við Fossvog og kom í ljós að ég var með bakteríur, blóð , hvít blóðkorn og prótein í þvagi. Verkurinn lýsti sér þannig að hann væri í móðurlífi eins og verstu tíðarverkir. Verkurinn versnaði í Fossvoginum það mikið að ég var sent á Landspítalnn við Hringbraut á kvennadeildina þar, skoðuð hátt og lágt og ekkert virtist vera að nema þessi blöðrubólga. Þau sögðu mér að svona verkur kæmi ekki vegna blöðrubólgu og töldu mig vera með nýrnasteina en verkurinn fjaraði út og ég var send heim með sýklalyf. 4 júlí siðastliðin byrjað ég ekki á túr og tók þungunarpróf sem var jákvætt og ég er komin núna 10 vikur á leið. Getur verið að verkurinn hafi stafið af egglosi eða eitthverju tengdu óléttunni því þetta er nákvæmlega sá tími sem egglos ætti að eiga sér stað. Ég veit ekki kannski var ég bara með nýrnasteina eins og þau héldu fram. Hvað heldur þú? Geta svona verkir fylgt egglosi?  Ætti ég að hafa áhyggjur á að hafa tekið sýklalyfið Monotrim á þessum tíma. 

Með vinsemd og virðingu

Elisa

..........................................

Sæl og blessuð!
Mér finns nú afskaplega líklegt að þessir verkir hafi verið tengdir egglosi þar sem þeir koma einmitt á þeim degi sem egglos ætti að vera samkvæmt blæðingum.
Hins vegar hefur þú nú sennilega líka verið með þvagfærasýkingu á sama tíma
þar sem þú varst með bakteríur, blóð, prótein og hvít blóðkorn í þvagi, en stundum getur þvagfærasýking verið einkennalaus. Samkvæmt sérlyfjaskránni ættu þungaðar konur ekki að taka lyfið Monotrim, þú skalt því spyrja heimilislækninn þinn út í þetta eða lækninn sem þú hittir í mæðraskoðuninni.

Gangi þér vel,

Halla Björg Lárusdóttir
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir,
22.ágúst 2005.