Spurt og svarað

09. september 2005

Of mikill svefn

Sælar og kærar þakkir fyrir frábæra síðu.
Ég er að velta fyrir mér hvað sé of mikill svefn 4ra mánaða ungbarns?  Barnið sefur alla nóttina frá kl. 22/23 til 7.  Yfir daginn eru teknir margir langir lúrar.  Barnið vaknar í rauninni ekki almennilega fyrr en upp úr kl. 14.00.  Þar á undan eru þetta bara rétt pásur á lúrunum til að fá að drekka og sofna svo strax aftur.  Svo er sofnað aftur fyrir eða um kvöldmatinn og svo byrjar nætursvefninn kl. 22/23 eins og áður segir. Vökutími barnsins yfir sólarhringinn er því ekki nema e.t.v. 4-5 klst max.  Er þetta of mikill svefn fyrir rúmlega 4ra mánaða gamalt barn?
Með fyrirfram þökk,
Lúlli
 
...............................................
 
Komdu sæll Lúlli og takk fyrir fyrirspurnina.
 
Vissulega er þetta frekar mikill svefn en svefnþörf barna er mjög mismunandi og venjulega ekkert til að hafa áhyggjur af nema eitthvað annað ami að.  Ég gef mér það að barnið drekki vel og þyngist og dafni eðlilega.  Svefn barna breytist ört á þessum aldri og á næstu tveimur mánuðum ætti barnið að fækka dúrunum yfir daginn og fara að vaka meira.
 
Gangi ykkur vel.
 
Rannveig B. Ragnarsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.
09.09.2005. 
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.