Spurt og svarað

10. ágúst 2004

Ólétt?

Halló!

Þannig er mál með vexti að í mars hélt ég að ég væri ólétt.  Mér var óglatt í tvær vikur, illt í brjóstunum og þau stækkuðu.  Svo byrjaði ég að blæðingum og hugsaði ekki meira um það.  Síðustu 2-3 mánuði hef ég hins vegar þyngst töluvert og síðustu vikuna verið með mjög undarlega tilfinningu í maganum eins og eitthvað sé á hreyfingu þar (þarmar eða fóstur?).  Ég sagði svo í gamni við vinkonu mína um daginn að ég myndi halda að ég væri ólétt ef ég hefði ekki farið á túr 4 sinnum síðan ég hætti með kærastanum mínum.  Hún fór þá að segja mér frá vinkonu sinni sem hafði verið á pillunni (sem ég er) og hafði farið á eðlilegar blæðingar þar til hún komst að því á 6. eða 7. mánuði að hún var ólétt!  Þegar þarna er komið sögu fór ég að velta þessu alvarlega fyrir mér. Gæti ég verið ólétt? Ætti ég að fara til heimilislæknis eða hvað?

Með fyrirfram þökk ,
ein sem veit ekki alveg hvað hún á að halda.

....................................................................

Komdu sæl og þakka þér fyrir fyrirspurnina!

Ef þú hefur verið með eðlilegar blæðingar s.l. 4 mánuði og ert á pillunni þá finnst mér afar ólíklegt að þú sért ófrísk.  En það er mjög einfallt að ganga á skugga um það með því að framkvæma þungunarpróf sem þú getur keypt í öllum apótekum og víðar.  Þau eru mjög örugg og gefa þér svar á nokkrum mínútum. Þessi einkenni sem þú ert að lýsa geta verið aukaverkanir af pillunni en henni fylgjir oft þyngdaraukning og eymsli í brjóstum.

Gangi þér vel.

Kveðja,
Málríður St. Þórðardóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
10. ágúst 2004.

 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.