Omega 3 og 6 fyrir börn

02.08.2008

Sæl.

Er með eina 5. mánaða og er að gefa henni hörfræolíu vegna hægðatregðu. Það eru ómega 3 og 6 í olíunni. Er mér óhætt að gefa henni olíuna áfram.

 


 

Sælar!

Ráðleggingar varðandi hægðatregðu hjá svona ungum börnum eru aðallega um aðgefa þeim Maltextrakt. Svo er spurning hvort barnið sé eingöngu á brjósti eða þurrmjólk og hvort barnið sé byrjað að fá graut. Börnum eftir 6 mánaða er oft gefið sveskjumauk og vatn.

Ég þekki bara hörfræolíu fyrir fullorðið fólk en ekki fyrir svona ung börn.

Með kveðju,

Ingibjörg Eiríksdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
2. ágúst 2008.