Ömmustólar

07.09.2007

Sæl!

Ég var að velta því fyrir mér hversu gamalt þarf barnið að vera til þess að mega liggja í ömmustól og hversu lengi það megi þá liggja í hvert skipti.


Sæl og takk fyrir að leita til okkar!

Til eru ömmustólar sem ætlaðir eru fyrir börn frá fæðingu.  Þeir eru hins vegar mismunandi, þ.e. hversu vel þeir styðja við bakið.  Það er ekki mælt með því að börn sitji lengi í einu í ömmustól og ættu því ekki að sofa í slíkum stólum.

Vona að þetta svari spurningu þinni.

Kær kveðja,

Þórdís Björg Kristjánsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
7. september 2007.