Ömmustólar með hörðu baki

29.05.2008

Sælar!

Ég er að velta fyrir mér ömmustólum. Hvort er betra fyrir börnin að nota gömlu tuskustólana eða þessa nýju með spjaldi í bakinu?Sælar!

Ömmustólarnir með mjúka bakinu hafa reynst vel í gegnum tíðina. Ég þekki ekki þessa nýju stóla með hörðu baki en ég tel að mikilvægast sé að það fari vel um barnið og að því líði vel í stólnum.

Kveðja,

Ingibjörg Eiríksdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
29. maí 2008.