Spurt og svarað

19. september 2007

Óróar í vöggum barna

Sælar ljósmæður!

Mig langar til að vita hvort að það sé í lagi að láta óróa vera yfir höfði barnsins í vöggunni. Ég veit að þetta örvar barnið, en ég fór að spá hvort að það gæti verið óþægilegt fyrir barnið ef þetta er alltaf yfir höfði þess. Ég hef tekið þetta niður á nóttunni, en leyft honum vera á daginn.
Dóttir mín er 2ja og hálfs mánaða og virðist sofa minna þegar hún liggur í rúminu sínu þegar óróinn er, hún starir bara á óróann og virðist ekki geta slitið augun af böngsunum í honum. Getur hann haft slæm áhrif á sjónina?


Sæl og takk fyrir að leita til okkar.

Sum leikföng eru í miklum og mörgum litum og gefa frá sér ýmis hljóð og jafnvel titring.  Slík leikföng geta oförvað börn og virkað truflandi á þau. Nú veit ég ekki hvernig óróin er sem dóttir þín hefur. Það er spurning hvort að hann trufli hana frá því að ná slökun. Ég ráðlegg þér að prófa þig áfram með þetta og finna út hvað hentar litlu dömunni þinni.

Gangi þér vel.

Kær kveðja,

Þórdís Björg Kristjánsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
19. september 2007.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.