Óskýrar línur á þungunarprófi

25.05.2012

Sælar :-)

Ég var að velta því fyrir mér hvort það sé rétt að „lína sé alltaf lína“. Ég á 11 mánaða gamla dóttur sem er ennþá á brjósti en ég hef ekki farið á almennilegar blæðingar ennþá. Ég tók próf í gær og það koma svakalega óljós lína, rétt svo að ég greini hana. Kemur yfirleitt svoleiðis ef maður er ekki óléttur eða er ég bara komin stutt á leið?

Bestu þakkir :-)


Sæl!

Já þetta er rétt hjá þér, lína er alltaf lína sama hversu ljós sem hún er. Þú getur hafa haft egglos þrátt fyrir að eðlilegar tíðablæðingar séu ekki byrjaðar eftir síðustu fæðingu. Ég mæli samt sem áður með að þú endurtakir þungunarprófið. Það er erfitt að segja til um mögulega meðgöngulengd svo ég ráðlegg þér að leita til kvensjúkdómalæknis til að fá úr því skorið. Nánari upplýsingar um þungunarpróf má finna í nýlegri grein hér á síðunni.

 

Með kveðju,

Signý Dóra Harðardóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
25. maí 2012