Pelar og snuð

30.07.2006

Ég er að velta því fyrir mér hvort það sé ekki í lagi að barnið mitt sem er að verða 3 mánaða noti pela sem snuð, semsagt sofni útfrá pelanum og svo læt ég hana ropa þegar hún vaknar.  Hún tekur nefnilega ekki snuð.  Ef þetta er ekkiráðlagt er þá í lagi að ég troði bómull í pelatúttuna og hún noti það sem snuddu? ef það er heldur ekki í lagi, viljiði þá gefa mér einhver ráð því hún er með mikla sogþörf og þarf að totta eitthvað til að sofna.

Kveðja mútta

Komdu sæl

Ef hún getur sogið pelatúttu, þá hlýtur að vera hægt að finna snuð sem hentar henni, það þarf stundum að prófa sig áfram.  Ef hún sýgur tóman pelann í tíma og ótima fær hún loft í sig og  það getur valdið magaólgu.  Prófaðu fleiri snuðtegundir og vertu þolinmóð.  Ef hún er með mikla sogþörf og nær að taka brjóst væri nær að hún myndi sofna út frá því en pelanum.

Gangi þér vel

Tinna Jónsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.
30.07.2006.