Spurt og svarað

30. júlí 2006

Pelar og snuð

Ég er að velta því fyrir mér hvort það sé ekki í lagi að barnið mitt sem er að verða 3 mánaða noti pela sem snuð, semsagt sofni útfrá pelanum og svo læt ég hana ropa þegar hún vaknar.  Hún tekur nefnilega ekki snuð.  Ef þetta er ekkiráðlagt er þá í lagi að ég troði bómull í pelatúttuna og hún noti það sem snuddu? ef það er heldur ekki í lagi, viljiði þá gefa mér einhver ráð því hún er með mikla sogþörf og þarf að totta eitthvað til að sofna.

Kveðja mútta

Komdu sæl

Ef hún getur sogið pelatúttu, þá hlýtur að vera hægt að finna snuð sem hentar henni, það þarf stundum að prófa sig áfram.  Ef hún sýgur tóman pelann í tíma og ótima fær hún loft í sig og  það getur valdið magaólgu.  Prófaðu fleiri snuðtegundir og vertu þolinmóð.  Ef hún er með mikla sogþörf og nær að taka brjóst væri nær að hún myndi sofna út frá því en pelanum.

Gangi þér vel

Tinna Jónsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.
30.07.2006.


Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.