Réttur í heilbrigðiskerfi

16.04.2015

Sæl/l, ég veit eiginlega ekki hvert ég ætti að senda þessa fyrirspurn en prófa hér. Ég er námsmaður erlendis og hef verið seinasta eitt og hálfa árið en er þó skráð með lögheimili á Íslandi. Mig langaði að spyrjast fyrir um réttindi mín að heilbrigðiskerfinu á Íslandi og til að eiga þar. Ég er sett í byrjun september en þarf að klára önn hér í júlí svo ég kæmi ekki fyrr en í júlí til landsins. Vitið þið hvernig það virkar hvort ég hef rétt á að nýta mér íslenskt heilbrigðiskerfi? með kærri kveðju

 

Heil og sæl, þeir sem eiga  lögheimili hérlendis hafa full réttindi í heilbrigðiskerfinu.

bestu kveðjur
Áslaug V.
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
16. apríl 2015