Spurt og svarað

21. desember 2009

Sama ljósmóðir í mæðravernd og heimaþjónustu?

Hæ og takk fyrir góða síðu.

Ég er með eina fyrirspurn og hún er um heimaþjónustu. Eru það sömu ljósmæður sem að sinna mæðraskoðun og heimaþjónustu? Ef svo er - er þá einhver möguleiki að breyta um og fá aðra?

Kær kveðja.


Sæl og blessuð!

Ljósmóðir sem sinnir heimaþjónustu í sængurlegu þarf ekki endilega að vera sú sama og sinnti þér á meðgöngu og sérstaklega ekki ef þú vilt það ekki. Það eru reyndar ekki allar ljósmæður sem vinna við mæðravernd sem sinna konum í heimaþjónustu. Ljósmóðirin sem sinnir heimaþjónustu í sængurlegu getur t.d. verið ljósmóðirin sem tekur á móti hjá þér eða bara einhver góð ljósmóðir sem tekur málið að sér. Eftir fæðingu munu ljósmæður sem sinna þér í fæðingu eða sængurlegu finna ljósmóður til að sinna ykkur heima og það er gert í samráði við ykkar óskir. Ef þið hafið ákveðnar óskir þá er um að gera að koma þeim á framfæri sem fyrst eftir fæðingu.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
21. desember 2009.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.