Samgróningar eftir keisara?

03.02.2009

Er einhver merki um að maður sé með samgróninga eftir keisara? Fór í keisara í maí 2007 og örið mitt er svo skrítið. Á einum stað svona 2 cm er það orðið mjög ljóst og sést varla en alls staðar annars staðar er það mjög rautt og upphleypt. Vinkonu minni var að detta í hug hvort þetta sé út af samgróningum. Ætti ég að láta kíkja á það?


Sæl!

Það er mjög misjafnt hvernig ör fólk myndar. Ef að þetta er ekki að trufla þig neitt þá er þetta í lagi en ef þér finnst örið vera lýti þá er alltaf hægt að heyra í lýtalækni hvort borgi sig að laga það.

Samgróningar hafa ekki með útlit á öri að gera.

Gangi þér vel.

Kveðja,

Tinna Jónsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
3. febrúar 2009.