Spurt og svarað

02. mars 2009

Sefur á maganum

Góðan dag og takk fyrir frábæran vef!

Dóttir mín er að verða 7 mánaða og núna undanfarið hefur hún tekið upp á því að snúa sér á magann þegar hún sofnar. Hún virðist sofa best þannig, annars er hún sífellt á iði og frekar óróleg. Er mér óhætt að leyfa henni að sofa á maganum ? Ég er eitthvað svo smeyk við þetta og vakna í tíma og ótíma til að kíkja hvort hún andi ekki örugglega ennþá.

 


 

Góðan daginn.

Þegar börn eru farin að snúa sér sjálf í svefni geta foreldrar ekki ráðið því lengur í hvaða stellingu þau sofa.  Dóttir þín er orðin það gömul og getur hreyft sig sjálf þannig að þú skalt ekki hafa neinar áhyggur af henni og leyfa henni bara að sofa eins og henni finnst best.

Kveðja

 Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
2.mars 2009.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.