Er þetta eðlilegt?

24.01.2008

Hæ!

Ég er kominn þrjá mánuði og mér líður eins og það sé poki eða eitthvað svoleiðis að koma út um leggöngin. Er búin að vera svona síðan á áttundu viku. Mér finnst þetta óþægilegt en ég finn fyrir þessu þegar ég labba eða sest. Og meira ef ég er búin að reyna á mig. Er samt búið að segja við mig ef það eru ekki verkir eða blæðir þá er þetta eðlilegt. En mér finnst það ekki, var ekki svona á fyrri meðgöngu. Hvað getur þetta verið? Og er eitthvað hægt að gera til að laga þetta?


Sæl og blessuð!

Ég get ekki sagt þér hvað þetta er en mér finnst að þú ættir að biðja lækni eða ljósmóður að skoða þetta.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
24. janúar 2008.