Sílikon eftir brjóstagjöf

25.06.2008

Sælar og takk kærlega fyrir frábæran vef!

Mig langaði að spyrjast fyrir um hve langt liði eftir að brjóstagjöf lyki að brjóstin myndu þéttast og jafna sig. Þar sem ég hef ákveðið að fá mér sílikon eftir að brjóstagjöf lýkur.


Sæl og blessuð.

Oftast er talað um að brjóstin séu 3-6 mánuði að jafna sig að mestu leyti eftir brjóstagjöf. Ég ráðlegg þér þó að bíða í 1 ár ef þú getur til að vera viss.

Bestu óskir,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
25. júní 2008.