Sjampó og sápa fyrir börn

05.08.2009

Hvenær á maður að byrja að nota sápu og sjampó á börnin sín.  Ég á einn tveggja ára og hef aldrei notað sápu eða sjampó á hann en hef verið að hugsa hvort ég ætti að byrja á því þó svo að ég sjái svo sem enga þörf á því. Mælið þið með einhverjum sérstökum vörum í þessu samhengi.


Það er engin tímasetning til um það hvenær á að byrja að nota sápu á börnin.  Ef þér finnst það ekki þurfa ættir þú bara að fara eftir eigin innsæi með það.

Við mælum ekki með neinum vörum sérstaklega en mildar barnavörur eru fínar til að byrja með.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
5. ágúst 2009.