Spurt og svarað

11. júlí 2006

Sojamjólk fyrir ungbörn

Ég á 6 mánaða snáða sem er mjög viðkvæmur í maga. Eftir að ég skipti yfir í sojaþurrmjólk lagaðist hann mjög mikið. Ég er nú farin að kynna fyrir honum mat og hann þolir alla ávexti en fær yfirleitt einhverjar pílur ef hann smakkar grænmeti. Hægðir eru yfirleitt fínar, á það frekar til að fá harðar hægðir en hitt. Ég prófaði einu sinni að blanda pínu jógúrt saman við ávexti af hugsunarleysi og leiddi það til 2ja klukkutíma gráts. Bendir þetta ekki til þess að hann sé með mjólkuróþol? Svo langar mig líka að spyrja hvort það sé eitthvað svipað til í sojaflórunni og stoðmjólkin eða hvort maður smá trappi hann kannski inn á venjulega sojamjólk?

Með fyrirfram þökk, Adda.


Sælar!

Eins og fram kemur í bæklingnum um næringu ungbarna - þá er æskilegt að bíða með jógúrt og aðrar mjólkurvörur til eins árs aldurs vegna þess að meltingarfærin eru svo óþroskuð. Ég myndi ekki álykta að barnið væri með mjólkuróþol þó hann hafi grátið út af þessu - það getur líka verið óþroski meltingarfæranna. Ég veit ekki til þess að það sé til í soja svipað og stoðmjólkin en hún er talin æskileg fyrir börn eftir 6 mánaða. Ef þig er að gruna mjólkuróþol hjá drengnum - þá er gott að fara með hann til barnalæknis og láta rannsaka það og fá þá leiðbeiningar sem henta barninu.

Með bestu kveðju,

Ingibjörg Eiríksdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
11. júlí 2006.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.