Sótthreinsa pela og brjóstapumpur í örbylgjuofni

11.10.2007

Er ekki hægt að sótthreinsa pela og áhöld í örbylgjuofni?

Kærar þakkir, Ásta.


Sæl og blessuð Ásta.

Jú, það er góð aðferð við að sótthreinsa pela og áhöld að nota örbylgjuofninn. Passaðu þig að hafa hæfilegt magn af vatni sem áhöldin liggja í. Og svo þarftu líka að muna að setja túttur og snuð aldrei með.

Með bestu kveðjum,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
11. október 2007.