Soyja-jógúrt fyrir ungbörn?

19.01.2006

Ég er með prins sem er 6½ mánaða hvenær má ég gefa honum soyja-jógúrt?

............................................................................................

Komdu sæl, prinsamamma!

Í bæklingnum Næring ungbarna frá Manneldisráði og Miðstöð heilsuverndar barna, kemur fram, að æskilegt sé að gefa börnum hvorki jógúrt né sýrðar mjólkurvörur fyrr en við eins árs aldur, nema í litlum mæli út á grautinn. Ég geri ráð fyrir að það sama eigi við um soyja-jógúrt en ráðfærðu þig frekar við hjúkrunarfræðinginn þinn í ungbarnaverndinni um mataræði barnsins.

Kveðja,

Kolbrún Jónsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
19. janúar 2006.