Spurt og svarað

03. apríl 2008

Spurning

Ég missti úr blæðingar tvisvar og tók þar af leiðandi heima-þungunarpróf og það kom neikvætt. Ég var búin að taka tvisvar próf, annað að morgni til og hitt um miðjan dag. Það kom alltaf neikvætt svo að ég ákvað að fara til læknis. Ég hef ekki fundið fyrir neinum einkennum óléttu nema tíð þvaglát.Ég fór til læknis og sagði honum þetta og hann setti mig á töflur sem heita Primolut , ég á að taka þær í 10 daga og ef ekki koma blæðingar eftir þann tíma þá á ég að fara til kvensjúkdómalæknis. Ég bjóst við að læknirinn myndi senda þvagprufu í ræktun áður en ég  færi á einhver lyf en hann var mjög mikið að drífa sig og var nánast búinn að ná í næsta einstakling áður en ég var komin út af stofunni. En ég las svo fylgiseðilinn og þar kemur fram að það megi alls ekki taka þetta lyf á meðgöngu og að það þurfi að staðfesta að konan sé ekki þunguð. Ég er núna búin að taka þetta lyf í 4 daga. Ég veit að heimaprófin eiga að vera yfir 90% örugg en maður er alltaf að heyra dæmi um annað. Á ég að halda áfram að taka lyfið og sjá hvort komi blæðingar eða fara til annars læknis og láta senda prufu í ræktun?


Sæl og takk fyrir að leita til okkar.

Það er alveg rétt að þungunarprófin eiga að vera yfir 90 % örugg. Það sem ég ráðlegg þér að gera er að leita til kvensjúkdómalæknis og fá hans álit ef þú ert ekki sátt við þær ráðleggingar sem læknirinn, sem þú fórst til, gaf þér.

Vona að þetta svari spurningu þinni og gangi þér vel.

Kveðja,

Þórdís Björg Kristjánsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
3. apríl 2008.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.